Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Fjölföldun og breytingar á ASEBA eyðublöðum

29.01.2007 12:06 - 6266 lestrar
Fjölföldun og breytingar á ASEBA eyðublöðum

Mikilvægt er að notendur Aseba mælitækjanna séu upplýstir um að nota skuli frumútgáfur matslista og að afritun þeirra er óheimil. Fagfólk sem notar matslistana má að vera ljóst mikilvægi þess og muni jafnframt láta vita ef í notkun eru fjölfölduð eða breytt eyðublöð.

ASEBA á Íslandi hafa einstaka sinnum borist ábendingar um óheimila fjölföldun og er slíku sinnt með því að haft er samband við viðkomandi aðila og farið fram á úrbætur.

Nánar er fjallað um rannsóknartengdar afleiðingar notkunar breyttra matslista í bréfi sem hægt er að nálgast hér.


Matslistar fyrir fullorðna 60-90+ ára (útgefnir í febrúar 2005)

29.01.2007 10:22 - 5505 lestrar

Febrúar 2005

NÝTT á Íslandi - Matslistar fyrir fullorðna 60-90+ ára

- fyrir geðlækna, sálfræðinga, sérfræðinga innan öldrunarþjónustu, fjölskylduráðgjafa, félagsráðgjafa og aðra í þjónustu við fullorðna.

Þann 3. febrúar 2005 komu út nýju spurningalistarnir frá ASEBA sem ætlaðir eru 60 ára og eldri. Um er að ræða tvo spurningalista, sjálfsmatslista (OASR) og matslista annarra (OABCL) s.s. barna, maka, umönnunaraðila og annars aðstoðarfólks, heilbrigðisstarfsfólks eða annarra sem þekkja vel til viðkomandi einstaklings. Eins og við úrvinnslu annarra spurningalista ASEBA er hægt að fá tölvuúrvinnslu fyrir hvern svaranda (stöplarit), stutta skýrslu (narrative) auk þess sem hægt er að vinna samanburð upplýsinga frá svarendum. Úrvinnsla býður einnig upp á tengingu við DSM flokkun.

Upplýsingar fást um vinatengsl, makatengsl og persónulega styrkleika auk opinna spurninga. Þessir spurningalistar ASEBA hafa sýnt sömu eða betri næmni og svörun m.a. vegna athugana varðandi alsheimer-einkenni.

Ætla má að þessir matslistar henti vel við öflun upplýsinga við greiningar, athuganir, þjónustumat og ákvarðanatöku um íhlutun og við rannsóknir.

Í samanburði við önnur mælitæki eru styrkleikar ASEBA listanna fyrir 60-90+ ára m.a. fólgnir í sjálfsmatslistanum, samanburðarmöguleikum milli upplýsingagjafa og hópa, DSM tengingu og upplýsingagildi og rannsóknarmöguleikum.

Kynningarrit um 60-90+ listana

 


Ný vefsíða - í vinnslu

28.01.2007 20:31 - 5800 lestrar

Þessa dagan er unnið að uppsetningu á nýrri heimasíðu Aseba á Íslandi. Eftir er að setja inn texta á undirsíður og fleira smálegt.  Vonandi verður þessari vinnu lokið á næstu tveimur dögum.

Fyrir þá sem þurfa að panta eyðublöð/spurningalista en vísað á liðinn PANTANIR í valmyndinni hér til vinstri.  Einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á netfangið aseba@aseba.net.

Þessi nýja síða tekur við af eldri síðu sem starfrækt var frá hausti 2004 og í tvö ár og hafði um 2000 heimsóknir.

Það er von okkar hjá ASEBA á Íslandi sf. að þessi nýja síða reynist gagnleg og aðgengilegri notendum ASEBA. Allar ábendingar eru vel þegnar.


« fyrri síða | næsta síða »

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur