Febrúar 2005
NÝTT á Íslandi - Matslistar fyrir fullorðna 60-90+ ára
- fyrir geðlækna, sálfræðinga, sérfræðinga innan öldrunarþjónustu, fjölskylduráðgjafa, félagsráðgjafa og aðra í þjónustu við fullorðna.
Þann 3. febrúar 2005 komu út nýju spurningalistarnir frá ASEBA sem ætlaðir eru 60 ára og eldri. Um er að ræða tvo spurningalista, sjálfsmatslista (OASR) og matslista annarra (OABCL) s.s. barna, maka, umönnunaraðila og annars aðstoðarfólks, heilbrigðisstarfsfólks eða annarra sem þekkja vel til viðkomandi einstaklings. Eins og við úrvinnslu annarra spurningalista ASEBA er hægt að fá tölvuúrvinnslu fyrir hvern svaranda (stöplarit), stutta skýrslu (narrative) auk þess sem hægt er að vinna samanburð upplýsinga frá svarendum. Úrvinnsla býður einnig upp á tengingu við DSM flokkun.
Upplýsingar fást um vinatengsl, makatengsl og persónulega styrkleika auk opinna spurninga. Þessir spurningalistar ASEBA hafa sýnt sömu eða betri næmni og svörun m.a. vegna athugana varðandi alsheimer-einkenni.
Ætla má að þessir matslistar henti vel við öflun upplýsinga við greiningar, athuganir, þjónustumat og ákvarðanatöku um íhlutun og við rannsóknir.
Í samanburði við önnur mælitæki eru styrkleikar ASEBA listanna fyrir 60-90+ ára m.a. fólgnir í sjálfsmatslistanum, samanburðarmöguleikum milli upplýsingagjafa og hópa, DSM tengingu og upplýsingagildi og rannsóknarmöguleikum.
Kynningarrit um 60-90+ listana