Efni
Geðheilbrigðisþjónusta barna í dreifbýli
12.06.2007 14:02 - 7486 lestrarNý Fjölmenningarleg viðmið og fjórir nýir mælikvarðar - Íslensk viðmið !
24.03.2007 22:48 - 7435 lestrarÚt er komin ný og endurbætt útgáfa af ADM hugbúnaði til úrvinnslu ASEBA matslistanna fyrir börn á skólaaldri 6-18 ára.
Þessi nýjung og viðbót gefur möguleika á að:
- Skoða CBCL, TRF og YSR prófíla út frá fjölmenningarlegum viðmiðum (sýnisdæmi)
- Nota fjölmenningarleg viðmið við samanburð milli upplýsingagjafa
- Velja milli viðmiða fyrir úrvinnslu og bætir við fjórum nýjum mælikvörðum:(dæmi )
- þráhyggju- áráttu (obsessive-cumpulsive problems)
- áfallastreitu (posttraumatic stress problems)
- seinfær vitsmunalegur taktur (CBCL/6-18 & TRF) (sluggish cognitive tempo)
- jákvæðir kostir/eiginleikar (YSR) (positive qualities)
- (sýnisdæmi um fjóra nýja þætti )
Með þessum breytingum hefur verið gefin út ný handbók sem er viðauki við handbók fyrir skólaaldur 6-18 ára. Þar er að finna;
- Dæmi um notkun fjölmenningarlegra viðmiða í rannsóknum, geðheilbrigðis-, skóla- og heilbrigðisþjónustu
- Útskýringar á bakgrunni og rannsóknum fyrir fjölmenningarleg viðmið
- Frásögn af þróun og fylgni nýju mælikvarðanna
- Dregur upp möguleika til rannsókna með fjölmenningarlegum viðmiðum ASEBA
Nú er hægt að skoða CBCL/6-18, TRF og YSR úrvinnslur út frá a.m.k. þremur mismunandi viðmiðum. Þessi viðmið eru byggða á úrtökum frá mörgum þjóðum þar sem niðurstöðum var skipt í þrjá hópa, (low-medium-high). Hægt er að velja þau viðmið sem best eiga við hvert barn. Fyrir börn flóttamanna, innflytjenda eða önnur börn kann að vera þörf á að skoða niðurstöður út frá fleiri en einu setti af viðmiðum. Einnig er hægt að vinna samanburð milli upplýsingagjafa sem byggja á því vali viðmiða sem keyrt er hverju sinni.
Nú er því hægt að vinna með og prenta út niðurstöður sem grundvallast á íslenskum viðmiðum fyrir börn 6-18 ára. Sjá dæmi hér .
Vakin er athygli á að hægt er að panta uppfærslu (upgade) á hugbúnaði, en skoða þarf útgáfunúmer hugbúnaðar í hverju tilviki. Þeir notendur sem vilja skoða kaup á þessum nýja hluta hugbúnaðar ASEBA er bent á að hafa samband eða senda in fyrirspurn.
Pantanir og afgreiðsla - á netinu
29.01.2007 12:13 - 7487 lestrarAfgreiðsla og pantanir á eyðublöðum
Vegna breytinga hjá Offset fjölritun er afgreiðsla pantana á eyðublöðum (spurningalistum) nú hjá ASEBA á Íslandi sf. Hægt er að fylla út og senda pöntun með því að ýta á PANTANIR hér til vinstri.
Einnig er að finna (Verðskrá) hér á síðunni og þarf þá að hlaða niður á viðkomandi tölvu og senda síðan í tölvupósti . Einnig er hægt að senda tölvupóst beint á netfang aseba@aseba.net
Mikilvægt er að með pöntun fylgi upplýsingar um kt. greiðanda, heimilisfang og hvert senda eigi pöntun ef móttakandi er annar en greiðandi.
TOF - nýtt mælitæki
29.01.2007 12:10 - 6847 lestrarNýtt mælitæki - TOF
Með TOF prófathugun fyrir 2-18 ára börn (Test Observation Form) hafa prófendur einstaka möguleika til að meta mikilvæga hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika barna meðan á fyrirlögn hæfni- og færniprófa stendur. Að auki geta niðurstöðurnar haft mikil áhrif á ráðstöfun sérkennslustunda og aðgengi að öðrum sérúrræðum fyrir börn. Útfylling TOF tekur um 10 mínútur
Nýverið var lokið við þýðingu og forprófun á nýjast mælitækinu hjá ASEBA. Þeir notendur ASEBA sem vilja nota TOF eru hvattir til að hafa samband eða leggja inn pöntun þar að lútandi. Hvert TOF-eyðublað er á svipuðu verði og önnur eyðublöð.
Stutt lýsing á eiginleikum og þáttum TOF er að finna hér í enskri útgáfu.
Viðtall Morgunblaðsins við Achenbach og Rescorla
29.01.2007 12:09 - 7402 lestrarHjónin og prófessorarnir Thomas M. Achenbach og Leslie Rescorla heimsóttu Ísland í tengslum við ráðstefnu evrópskra sérfræðinga í barna- og ulnglingageðlækningum í Reykjavík. Í fyrirlestri sínum á hotel Nordica þann 9. sept.sl. kom m.a. fram að börn sem eiga við andlega erfiðleika að stríða eru að fást við mörg sömu vandamál þrátt fyrir ólíka menningarheima.
Morgunblaðið átti viðtal við hjónin og birtist það í blaðinu sunnudaginn 16. sept. 2005. Viðtalið er hægt að lesa hér.