Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Verkefni

Hér fyrir neðan er að finna verkefni sem fjalla um notkun ASEBA mælitækja og unnin hafa verið í sem lokaverkefni í námi.

 

Tíðni hegðunarfrávika barna á leikskólaaldri: Notkun ASEBA, skimunar- og matslista fyrir börn á aldrinum 1½-5 ára . Meistaraverkefni í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, 2009. Höfundur: Sigríður Stephensen Pálsdóttir

 

 

Lífsgæði eldra fóks, sextíu ára og eldra. BA verkefni í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, 2009. Höfundur: Laufey Böðvarsdóttir.

 

Sjálfsvirðing unglinga: tengsl við íþróttir, tómstundir og námsárangur. BA verkefni í sálfræði við Háskólann á Akureyri, 2007. Höfundur Jóhanna Bergsdóttir.

 

Úttekt á matstæki: ASEBA. Verkefni í námsráðgjöf, áfanga Athugun og mat (10.30.05) við Háskóla Íslands, 2006.

 

Sjálfsvirðing og hegðunarvandamál barna á unglingastigi í grunnskólum á Akureyri . BA verkefni í sálfræði við Háskólann á Akureyri, 2007. Höfundar: Guðrún Helga Tryggvadóttir; Jóna Björg Árnadóttir.

 

Hegðun, líðan og félagslegar aðstæður 11-18 ára barna innan barnaverndar á Íslandi. Meistaraverkefni í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, 2005. Höfundur: Halldór Sig. Guðmundsson.

 

 

 

 

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur