Efni
Til foreldra
Mikilvægar upplýsingar fyrir foreldra
Viðeigandi notkun á CBCL og öðrum matstækjum ASEBA krefst aðstoðar þjálfaðs fagfólks eins og sálfræðings, geðlæknis, starfsfólks geðheilheilbrigðisþjónustu, félagsráðgjafa, barnalæknis eða skólasálfræðings. Ef þú hefur áhyggjur af barni þínu, leggjum við til að þú hafir samband við starfsfólk geðheilbrigðisþjónustu á þínu heimasvæði eða ráðgjafarþjónustu skóla og fylgir þeim ráðleggingum sem þú færð þar. Fagfólk sem vill nota ASEBA mælitækin ætti að hafa samband beint við okkur til frekari upplýsinga.
Spurningalisti um hegðun og líðan barna á aldrinum 1½-5 og 6-18 (CBCL) eru fjögurra síðna spurningalistar ætlaðir foreldrum til að svara spurningum varðandi færni og vanda barnsins. Við höfum sambærileg eyðublöð til að safna upplýsingum frá kennara (TRF), umsjónaraðila (C-TRF), ungmenni sjálfu (YSR), fullorðnum 18-59 ára (ASR og ABCL), eldra fólki 60-90+ ára (OASR og OABCL), athugunaraðila (DOF), athugun við prófaðstæður (TOF) og klínískra viðtala (SCICA)
Aseba á Íslandi sf.
Íslensk þýðing: Október 2005, Halldór S. Guðmundsson
--------------------------------------------------------------------------------
© 2004 T.M. Achenbach