Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Hvað er ASEBA?

ASEBA® mælitækin setja alþjóðlegan staðal fyrir upplýsingaöflun frá mörgum ólíkum aðilum við mat á börnum og fullorðnum og eldra fólki. Stuðst er við mikið magn nýrra gagna við þróun viðmiða og yfir 8000 rannsókna, 15000 höfunda og frá 100 löndum eða menningarhópum. ASEBA mælitækin eru gjarnan notuð í ólíku samhengi þ.m.t. skólum, geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, rannsóknum og rannsóknarviðtölum, meðferðarvinnu, þjálfun, lýðheilsuathugunum, barna- og fjölskylduþjónustu og í rannsóknarskyni.

ASEBA stendur fyrir Achenbach System of Empirically Based Assessment. Frumkvöðull og hönnuður kerfisins er dr. Thomas M. Achenbach.

Forsaga
Upphaf ASEBA aðferðarinnar má rekja til í kringum 1960 er Dr. Achenbach hóf þróun mælitækja sem gæfu fjölbreyttari mynd af sálsýki barna og fullorðinna en hefðbundin sjúkdómsgreiningarkerfi buðu upp á. Á þeim tíma hafði American Psychiatric Association’s Diagnostic & Statistical Manual (DSM)  aðeins tvo flokka fyrir geðræna kvilla barna.. Það voru  Adjustment Reaction of Childhood and Schizophrenic Reaction, Childhood Type.

Aðferð ASEBA :

(1) mæling vanda samkvæmt stóru úrtaki barna, unglinga og fullorðinna.

(2) framkvæma margbreytilega tölfræðilega úrvinnslu af tengslum milli vanda til að bera kennsl á einkennamynstur vanda sem koma fram saman

(3) nota frásögn og upplýsingar um leikni og þátttöku í ýmsum athöfnum, félagsleg tengsl, skóla og vinnu til að meta færni og aðlögun;

(4) smíða myndir af kvörðum sem sýna skor einstaklings út frá viðmiðum fyrir aldur þeirra og kyn.
 

Fyrsta vísindalega skýrslan um ASEBA rannsókn var kynnt í Society for Research in Child Development (Achenbach, 1965), og fyrsta vísindalega útgáfan var  grein í  American Psychological Association’s Psychological Monographs series (Achenbach, 1966). Nánar á heimasíður Aseba.  

Lýsing á notkunarskilyrðum ASEBA

 

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur