Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Verðbreytingar á hugbúnaði og handbókum - DOF og ný bók

03.01.2009 14:09 - 8633 lestrar

Árlegar breytingar á vörum og tilkomu á nýjum vörum ásamt breytingu á verði, hafa nú verið uppfærðar með hliðsjón af breytingum á gengi. Engar verðbreytingar eru á eyðublöðum/matslistum á íslensku.

Væntanlegar eru viðbætur við hugbúnaðinn. Um er að ræða DOF athugunarblað sem nú verður hluti af venjubundnum hugbúnaði. Nánar verður fjallað um það síðar.

Þá er væntanleg ný bók eftir Thomas M Achenbach um ber heitið: The Achenbach system of empirically based assessment (ASEBA): Development, findings, theory and applications. Birt verður sérstök frétt um bókina um leið og hún kemur á markað.

 

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur