Frá 2002 hefur ASEBA unnið að þróun búnaðar til svörunar á matslistum ASEBA á Internetinu. Nýjasti búnaðurinn er iForms sem tekin var í notkun 2010, fyrst á ensku og spænsku og skömmu síðar á þýsku.
Síðustu mánuði hefur Aseba á Íslandi unnið að þýðingu og uppsetningu á íslenskri útgáfu ASEBA matslistanna fyrir vef-útfyllingu (WebForms Direct). Gert er ráð fyrir að aðgengilegir verði listar fyrir 1,5 ára til 59 ára, í þessum áfanga.
Á næstu vikum og mánuðum verður unnið með forprófun og eru áhugasamir notendur sem gætu hugsað sér að taka þátt í forprófuninni eða áætla að nýta sér slíkan búnað, hvattir til að hafa samband við Halldór (netfang aseba@aseba.net).