Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Vefútgáfa ASEBA- útfylling á íslensku í þróun

26.02.2012 18:19 - 10293 lestrar

Frá 2002 hefur ASEBA unnið að þróun búnaðar til svörunar á matslistum ASEBA á Internetinu. Nýjasti búnaðurinn er iForms sem tekin var í notkun 2010, fyrst á ensku og spænsku og skömmu síðar á þýsku.

Síðustu mánuði hefur Aseba á Íslandi unnið að þýðingu og uppsetningu á íslenskri útgáfu ASEBA matslistanna fyrir vef-útfyllingu (WebForms Direct). Gert er ráð fyrir að aðgengilegir verði listar fyrir 1,5 ára til 59 ára, í þessum áfanga.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið með forprófun og eru áhugasamir notendur sem gætu hugsað sér að taka þátt í forprófuninni eða áætla að nýta sér slíkan búnað, hvattir til að hafa samband við Halldór (netfang aseba@aseba.net).

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur