Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

TOF - nýtt mælitæki

29.01.2007 12:10 - 6849 lestrar

Nýtt mælitæki - TOF

Með TOF prófathugun fyrir 2-18 ára börn (Test Observation Form) hafa prófendur einstaka möguleika til að meta mikilvæga hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika barna meðan á fyrirlögn hæfni- og færniprófa stendur. Að auki geta niðurstöðurnar haft mikil áhrif á ráðstöfun sérkennslustunda og aðgengi að öðrum sérúrræðum fyrir börn. Útfylling TOF tekur um 10 mínútur

Nýverið var lokið við þýðingu og forprófun á nýjast mælitækinu hjá ASEBA. Þeir notendur ASEBA sem vilja nota TOF eru hvattir til að hafa samband eða leggja inn pöntun þar að lútandi. Hvert TOF-eyðublað er á svipuðu verði og önnur eyðublöð.

Stutt lýsing á eiginleikum og þáttum TOF er að finna hér í enskri útgáfu.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur