Á hverju ári gefur ASEBA út ritaskrá sem inniheldur yfirlit yfir birtar rannsóknir og greinar þar sem notast er við einhver mælitækja ASEBA.
Ritaskráin (ASEBA Bibliography. Bibiliography of Published Studies Using the Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA): 2008 Edition) inniheldur 6513 birtar greinar miðað við 31. des. 2007. Um er að ræða lista yfir 8000 höfunda og þau 80 tungumál sem þýtt hafa matslista ASEBA.
Ritaskráin kemur á geisladiski, er sérlega notendavænn í uppsetningu og hægt er að samkeyra heimildir í/úr EndNote eða afrita heimildaskráningu beint í texta og í heimildaskrá.
Með uppflettingu í ritaskránni er á einfaldan hátt hægt að finna greinar út fá höfundum eða lykilorðum og fl. leitarstrengjum.
Nýlegustu rannsóknirnar og greinar ásamt útdrætti er einnig að finna á heimasíðu www.aseba.org.