Nýverið lauk gagnasöfnum í landsdekkandi íslenskri rannsókn meðal einstaklinga 60 ára og eldri. Safnað var sjálfsmatslistum og matslistum frá öðrum og er rannsóknin hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverkefni 24 þjóða undir forystu dr. Thomas Achenbach.
Gögn eru nú til úrvinnslu og mun á næstu mánuðum verða unnið að birtingum á niðurstöðum, með útgáfu handbókar og fræðigreina. Þar með verða til íslensk viðmið fyrir matslistana fyrir eldra fólk - 60+ ára.