Á árinu 2012 tók Ísland þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á matslistum fyrir 18-59 ára. Niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa síðan verði birtar í nýrri handbók fyrir 18-59 ára og einnig með allnokkrum fræðigreinum og fyrirlestrum, þar á meðal um íslensku gögnin og viðmið.
Á árinu 2017 var einnig gefin út nýr hugbúnaður Aseba PC og Aseba Web. Ört vaxandi fjöldi notenda hefur verið að færa sig yfir í Aseba-WEB hugbúnaðinn enda er það aðgengi að nýjum viðmiðum og fjölmenningarlegum viðmiðum, nýjum þáttum (SCT og OCP), úrvinnslu út frá DSM-5, auk nýrra matslista s.s. BPM fyrir 6-18 og nú nýverið BPM listar fyrir 18-59 ára.
Notendur Aseba matstækjanna er hvattir til að kynna sér þær nýjungar sem komið hafa inn á síðustu 2-3 árum og taka til skoðunar að endurnýja hugbúnaðinn og viðmiðunargögnin, ásamt rafrænum sendingarmöguleika og ekki síst - nýjum kröfum um persónuvernd og öryggi gagna.
Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@bjarkir.net.