Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Ný Fjölmenningarleg viðmið og fjórir nýir mælikvarðar - Íslensk viðmið !

24.03.2007 22:48 - 7436 lestrar

Út er komin ný og endurbætt útgáfa af ADM hugbúnaði til úrvinnslu ASEBA matslistanna fyrir börn á skólaaldri 6-18 ára.

Þessi nýjung og viðbót gefur möguleika á að:

  • Skoða CBCL, TRF og YSR prófíla út frá fjölmenningarlegum viðmiðum (sýnisdæmi)
  • Nota fjölmenningarleg viðmið við samanburð milli upplýsingagjafa
  • Velja milli viðmiða fyrir úrvinnslu og bætir við fjórum nýjum mælikvörðum:(dæmi )
  • þráhyggju- áráttu (obsessive-cumpulsive problems)
  • áfallastreitu (posttraumatic stress problems)
  • seinfær vitsmunalegur taktur (CBCL/6-18 & TRF) (sluggish cognitive tempo)
  • jákvæðir kostir/eiginleikar (YSR) (positive qualities)
  • (sýnisdæmi um fjóra nýja þætti )

Með þessum breytingum hefur verið gefin út ný handbók sem er viðauki við handbók fyrir skólaaldur 6-18 ára. Þar er að finna;

  • Dæmi um notkun fjölmenningarlegra viðmiða í rannsóknum, geðheilbrigðis-, skóla- og heilbrigðisþjónustu
  • Útskýringar á bakgrunni og rannsóknum fyrir fjölmenningarleg viðmið
  • Frásögn af þróun og fylgni nýju mælikvarðanna
  • Dregur upp möguleika til rannsókna með fjölmenningarlegum viðmiðum ASEBA

Nú er hægt að skoða CBCL/6-18, TRF og YSR úrvinnslur út frá a.m.k. þremur mismunandi viðmiðum. Þessi viðmið eru byggða á úrtökum frá mörgum þjóðum þar sem niðurstöðum var skipt í þrjá hópa, (low-medium-high). Hægt er að velja þau viðmið sem best eiga við hvert barn. Fyrir börn flóttamanna, innflytjenda eða önnur börn kann að vera þörf á að skoða niðurstöður út frá fleiri en einu setti af viðmiðum. Einnig er hægt að vinna samanburð milli upplýsingagjafa sem byggja á því vali viðmiða sem keyrt er hverju sinni.

Nú er því hægt að vinna með og prenta út niðurstöður sem grundvallast á íslenskum viðmiðum fyrir börn 6-18 ára. Sjá dæmi hér .

Vakin er athygli á að hægt er að panta uppfærslu (upgade) á hugbúnaði, en skoða þarf útgáfunúmer hugbúnaðar í hverju tilviki. Þeir notendur sem vilja skoða kaup á þessum nýja hluta hugbúnaðar ASEBA er bent á að hafa samband eða senda in fyrirspurn.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur