Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Ný bók eftir Achenbach

09.06.2009 23:11 - 8123 lestrar

Í bókinni The Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA): Development, Findings, Theory, and Applications  er rakin saga ASEBA frá 1960 og helstu áfangar í þróun hugmynda-, aðferðafræði og kenningalegri þróun ASEBA. Nokkur helstu efnisþættir eru:

  • Empirically based approach
  • Quantitative aspects of assessment & taxonomy
  • Developmental psychopathology
  • Linking assessment & taxonomy
  • From classification to quantification
  • Evidence-based assessment (EBA) for evidence-based treatment (EBT)
  • From data to theory & back to data
  • Modeling phenotypic & genotypic interplays
  • From cross-cultural to multicultural research
  • Accelerated longitudinal research

 

Jafnfram eru raktir helstu áfangar í þróun ASEBA og dregnar línur að framtíðarmöguleikum svo sem á sviði fjölmenningarlegra rannsókna, áhættu og verndandi þáttum, matsaðferðum meðferðaraðferða, þjónustukerfa og þjálfun notenda og rannsakenda.

Hægt er að panta bókina í gegnum heimasíðu ASEBA á Íslandi með því að senda tölvupóst á aseba@aseba.net.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur