Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Nýjungar, breytingar og viðbætur

11.04.2015 11:35 - 133662 lestrar

Í mars 2015 áttu sér stað töluverðar breytingar hjá ASEBA, sem munu hafa áhrif á alla notendur á næstu mánuðum. Þessar breytingar eru nýr hugbúnaðar í stað ADM, ný fjölmenningarleg viðmið fyrir aldurinn 18-59 ára og viðbótar úrvinnsla við mat á stöðu fjölskyldu (MFAM).

Hugbúnaðurinn sem leysir ADM af hólmi gengur undir heitinu ASEBA-PC. ADM er búnaður sem vann á eldra forritunarmáli sem tímabært var að endurnýja vegna þróunar í hugbúnaði og forritun. Nýji búnaðurinn byggir á nýjum viðmiðum og DSM-5 og er einnig byggður upp á annan hátt varðandi innskráningu gagna. Með honum er einnig hægt að nýta rafræna útsendingu á matslistum. ASEBA hvetur notendur til að uppfæra hugbúnað og þar með viðmið sem notuð eru, og í því skyni verður nýji hugbúnaðurinn á sérstökum afsláttarkjörum út árið 2015.

Ný viðmið og viðbót í flokkun fyrir 18-59 ára. Í kjölfar rannsókna og gagna frá 29 þjóðlöndum hefur ASEBA nú gefið út viðbótarhandbók (multicultural supplement) fyrir 18-59 ára og niðurstöður þeirra rannsókna eru grunnur nýrra fjölmenningarlegra viðmiða í nýjum ASEBA-PC hugbúnaði. Að auki er bætt inn þáttum til samræmis við aðra aldurshópa (þættirnir OCP og SCT). Íslensk gögn eru þar á meðal eins og fyrir hina yngri aldurshópana 1-5 ára og 6-18 ára (ekki TRF).

Fjölskyldumiðuð nálgun (multicultural family assessment-MFAM). Nýjung í hugbúnaði gerir kleift að kalla fram samanburð milli fjölskyldumeðlima, para/hjóna og foreldra/barna, eftir því hve viðfangsefnið er hverju sinni. Hægt er að bera saman niðurstöður CBCL, YSR, TRF, ASR og ABCL út frá mismunandi viðmiðum ASEBA og DSM flokkunar. Á þennan hátt er t.d. hægt að meta og endurmeta framvindu einstakra fjölskyldumeðlima með íhlutun varir.

Á næstunni mun hér á síðunni birtast nánari ný verðskrá sem tekur mið af nýjum hugbúnaði og handbókum.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur