Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Matslistar á netinu - Rafræn svörun

21.01.2016 23:27 - 26820 lestrar

Í byrjun febrúar næstkomandi opnast nýir möguleikar fyrir notendum ASEBA kerfisins. Um er að ræða netúgáfu matslistanna og verður hægt að senda listana rafrænt til foreldra, kennarra og annarra sem við á. Þeim aðilum er sent rafrænt bréf með slóð og aðgangsheimildum til að svara matslista/listum.

Notendur geta keypt aðgang að ASEBA-WEB til að senda, taka við og prenta út, en til að vista gögn þarf notandi að hafa ASEBA-PC hugbúnaðinn sem nýverið leysti ADM af hólmi.

Ljóst er að með rafrænni svörun mun sparast tími við útfyllingi, sendingakostnaður og eftirrekstur og vinna við innslátt/úrvinnslu.  Netútgáfan mun því spara bæði tíma og fé.

Á næstu dögum verða settar inn nýjar upplýsingar um hvernig notendur geta nálgast net-útgáfuna.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Halldór á netfangi aseba@aseba.net 

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur