Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Geðheilbrigðisþjónusta barna í dreifbýli

12.06.2007 14:02 - 7487 lestrar
Þjónusta – Samvinna – Nýjungar
Föstudaginn 17. ágúst 2007 verður haldin ráðstefna á Akureyri um ofangreint efni.
Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og sjónarmiða um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn í dreifbýli, þjónustuúrræði, samvinnu og nýjungar á þessu sviði. Tilgangurinn er að stuðla að þverfaglegri samvinnu og auknum gæðum. Leitast verður við að fá fram sjónarmið félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu, sem og foreldra barna í dreifbýli.
Á ráðstefnunni munu verða valinkunnir íslenskir fyrirlesarar, auk prófessoranna, Thomas M. Achenbach og Leslie Rescorla. Erindi þeirra munu fjalla um niðurstöður fjölmenningarlegra rannsókna, greiningarvinnu og samvinnu við foreldra vegna erfiðleika barna með geðraskanir á leik- og grunnskólaaldri.
Ráðstefnugjald er kr. 16.000 (innifalið í gjaldinu er hádegismatur og kaffi)
Undirbúningshóp skipa:
Landlæknisembættið (Helga Hannesdóttir)
Reynir- ráðgjafstofa (Kristján Már Magnússon)
RBF- Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd (Halldór Sig. Guðmundsson)
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (Soffía Gísladóttir)
Undirbúningur ráðstefnunnar er unnin í samstarfi við eftirtaldar stofnanir:
Landspítali-Háskólasjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Miðstöð heilsuverndar barna, Akureyrarbær/skólaskrifstofa, Barnaverndarstofa, ASEBA á Íslandi.
Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur