Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Fjölmenningarleg viðmið og úrvinnsla

12.09.2008 15:06 - 7949 lestrar

Að gefnu tilefni er minnt á að með nýrri útgáfu ADM hugbúnaðar (útgáfa 7.2) er hægt að gera úrvinnslu út frá ólíkum viðmiðunarhópum eða menningarlegum bakgrunni. Einnig hefur verið bætt við fjórum nýjum þáttum (OCD, PTSD,SCT og PQ) eins og nánar er fjallað  um hér á fréttasíðunni.

Samhliða þessari viðbót, var gefin út aðgengileg handbók um viðbætur og notun fjölmenningarlegra viðmiða.

Þá eru endurútgefnar (5.útg.) stuttar handbækur (guides) fyrir einstaka þjónustþætti s.s. starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, félagslegri þjónustu og þjónustu við eldra fólk.
Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur