Efni
Fjölmenningarleg viðmið og úrvinnsla
12.09.2008 15:06 - 7948 lestrarAð gefnu tilefni er minnt á að með nýrri útgáfu ADM hugbúnaðar (útgáfa 7.2) er hægt að gera úrvinnslu út frá ólíkum viðmiðunarhópum eða menningarlegum bakgrunni. Einnig hefur verið bætt við fjórum nýjum þáttum (OCD, PTSD,SCT og PQ) eins og nánar er fjallað um hér á fréttasíðunni.
Samhliða þessari viðbót, var gefin út aðgengileg handbók um viðbætur og notun fjölmenningarlegra viðmiða.
Þá eru endurútgefnar (5.útg.) stuttar handbækur (guides) fyrir einstaka þjónustþætti s.s. starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, félagslegri þjónustu og þjónustu við eldra fólk.