Aseba į Ķslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er aš vera umbošsašili og tengilišur ASEBA spurningalistakerfisins į Ķslandi. Félagiš annast žżšingar og umsjón meš śtgįfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu žeirra og tilheyrandi hugbśnašar. Tilgangur félagsins er aš koma fram fyrir hönd ASEBA, į Ķslandi og annast fręšslu og samningagerš viš ašra ašila varšandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir į eša meš ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt aš beita sér fyrir rannsóknum og žróunarstarfi t.d. meš stofnun rannsóknarsjóša eša žįtttöku ķ žeim.

Efni

Staðfest þáttabygging ASR og ABCL

02.09.2014 23:17 - 91195 lestrar

Á árinu 2012 var safnað íslenskum gögnum í fjölþjóðlegri rannsókn um ASEBA matslistana fyrir 18-59 ára. Nýverið voru birtar tvær greinar um efnið, annars vegar um ASR og um ABCL listana. Niðurstöður staðfesta þáttabyggingu listanna og átta þátta módel sem unnið er með við úrvinnslu matslistanna.

Greinarnar eru:  Ivanova, M. Y., et al. Syndromes of collateral-reported psychopathology
for ages 18-59 in 18 Societies. International Journal of Clinical and Health Psychology (2014),
http://dx.doi.org/10.1016/j.ijchp.2014.07.001 og Ivanova, M.Y., et al. (in press). Syndromes of self-reported psychopathology for ages 18-59 in 29 societies. Psychopathology and Behavioral Assessment. doi:10.1007/s10862-014-9448-8Marsh,


Nýtt – DSM 5, stefnubundin flokkun

06.03.2014 20:00 - 87456 lestrar

Endurmat á DSM flokkun fullyrðinga ASEBA listanna var unnin 2013.

Nánari upplýsingar um breytingar sem leiddu af endurmatinu skv. DSM-5, eru raktar á heimasíðu ASEBA.

Notendur sem eru með ADM hugbúnað (nr. 9 eða 9,1) geta sótt uppfærslu á heimsíðunni.

Nánar á þessari slóð: http://www.aseba.org/dsm5.html


ASEBA ráðstefna í Porto, Portúgal 15-16 mars 2013

26.02.2013 22:29 - 9884 lestrar

Spænskir kollegar hafa skipulagt alþjóðlega ráðstefnu sem haldin verður dagana 15. til 16. mars 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Empirically Based Assessment with the ASEBA Battery: Multicultural Challenges from Europe".

Ráðstefnan verður haldin í Kaþólska Háskólanum í Portó í Portúgal. Aðalfyrirlesarar verða Thomas Achenbach (USA), Leslie Rescorla (USA), Frank Verhulst (The Netherlands), and Lourdes Ezpeleta (Spain).

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á

http://www.fep.porto.ucp.pt/ASEBA/Meeting2013/


Vefútgáfa ASEBA- útfylling á íslensku í þróun

26.02.2012 18:19 - 10023 lestrar

Frá 2002 hefur ASEBA unnið að þróun búnaðar til svörunar á matslistum ASEBA á Internetinu. Nýjasti búnaðurinn er iForms sem tekin var í notkun 2010, fyrst á ensku og spænsku og skömmu síðar á þýsku.

Síðustu mánuði hefur Aseba á Íslandi unnið að þýðingu og uppsetningu á íslenskri útgáfu ASEBA matslistanna fyrir vef-útfyllingu (WebForms Direct). Gert er ráð fyrir að aðgengilegir verði listar fyrir 1,5 ára til 59 ára, í þessum áfanga.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið með forprófun og eru áhugasamir notendur sem gætu hugsað sér að taka þátt í forprófuninni eða áætla að nýta sér slíkan búnað, hvattir til að hafa samband við Halldór (netfang aseba@aseba.net).


Viðbót hjá ASEBA: BPM - mat á árangi af íhlutun

09.09.2011 11:53 - 15582 lestrar

Brief Problem Monitor (BPM) eru nýir matslistar ásamt hugbúnaði sem verið hafa í þróun hjá ASEBA. Þeir eru ætlaðir til notkunar við framvindu- og árangursmælingar við íhlutun og meðferð.

Listarnir eru ætlaðir fyrir foreldra (BPM-P), kennara (BPM-T) og unglinga (BPM-Y) og tekur um 1-2 mínútur að svara þeim. Niðurstöður raðast á fjóra þætti, líðan, athygli-og einbeitingarvandi, hegðun og heildarerfiðleikar. Spurningar og þættir eru hliðstæð CBCL, TRF og YSR  og gefa notendum möguleika til að nýta þau svör við mat á íhlutun.

Framsetning niðurstaðna er grafísk, s.s. samanburðarmyndir og ferlirit. Hægt að nota fyrirliggjandi íslensk viðmið og viðmið annarra þjóða eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar er í meðfylgjandi bæklingi og hjá ASEBA á Íslandi.


« fyrri sķša | nęsta sķša »

Upp aftur

Vinstri hliš

Leturstęršir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Nįmskeiš um ASEBA matstękin, notkun žeirra og helstu nżjungar og breytingar.

Įhugasamir hafi samband og tilkynni žįtttöku į netfangiš halldor@bjarkir.net. 

Dęmi um Dagskrį nįmskeišsins

Póstlisti
Öryggiskóši

Upp aftur