Aseba á Íslandi sf

https://aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Rafræn sending og svör -Framvindu mat BPM fyrir fullorðna

01.12.2018 11:39 - 19576 lestrar

Styttri útgáfa af matslistum ASEBA - svokallað framvindumat BPM O eða S - er nú til sem pappírsform og líka sem rafrænt form matslista. Vakin er athygli á að framvindumatið BPM er þar með til fyrir grunnskólaaldur  og fyrir fullorðna (sjá nánar hér á slóðinni) .

 


Rannsókn á matslistum fyrir 60+ ára

09.03.2018 17:34 - 130377 lestrar

Nýverið lauk gagnasöfnum í landsdekkandi íslenskri rannsókn meðal einstaklinga 60 ára og eldri. Safnað var sjálfsmatslistum og matslistum frá öðrum og er rannsóknin hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverkefni 24 þjóða undir forystu dr. Thomas Achenbach.

Gögn eru nú til úrvinnslu og mun á næstu mánuðum verða unnið að birtingum á niðurstöðum,  með útgáfu handbókar og fræðigreina. Þar með verða til íslensk viðmið fyrir matslistana fyrir eldra fólk - 60+ ára.

 


Ný viðmið og hugbúnaður ASEBA WEB

09.03.2018 17:29 - 120754 lestrar

Á árinu 2012 tók Ísland þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á matslistum fyrir 18-59 ára. Niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa síðan verði birtar í nýrri handbók fyrir 18-59 ára og einnig með allnokkrum fræðigreinum og fyrirlestrum, þar á meðal um íslensku gögnin og viðmið.

Á árinu 2017 var einnig gefin út nýr hugbúnaður Aseba PC og Aseba Web. Ört vaxandi fjöldi notenda hefur verið að færa sig yfir í Aseba-WEB hugbúnaðinn enda er það aðgengi að nýjum viðmiðum og fjölmenningarlegum viðmiðum, nýjum þáttum (SCT og OCP), úrvinnslu út frá DSM-5, auk nýrra matslista s.s. BPM fyrir 6-18 og nú nýverið BPM listar fyrir 18-59 ára. 

Notendur Aseba matstækjanna er hvattir til að kynna sér þær nýjungar sem komið hafa inn á síðustu 2-3 árum og taka til skoðunar að endurnýja hugbúnaðinn og viðmiðunargögnin, ásamt rafrænum sendingarmöguleika og ekki síst - nýjum kröfum um persónuvernd og öryggi gagna.  

Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@bjarkir.net. 


Matslistar á netinu - Rafræn svörun

21.01.2016 23:27 - 26437 lestrar

Í byrjun febrúar næstkomandi opnast nýir möguleikar fyrir notendum ASEBA kerfisins. Um er að ræða netúgáfu matslistanna og verður hægt að senda listana rafrænt til foreldra, kennarra og annarra sem við á. Þeim aðilum er sent rafrænt bréf með slóð og aðgangsheimildum til að svara matslista/listum.

Notendur geta keypt aðgang að ASEBA-WEB til að senda, taka við og prenta út, en til að vista gögn þarf notandi að hafa ASEBA-PC hugbúnaðinn sem nýverið leysti ADM af hólmi.

Ljóst er að með rafrænni svörun mun sparast tími við útfyllingi, sendingakostnaður og eftirrekstur og vinna við innslátt/úrvinnslu.  Netútgáfan mun því spara bæði tíma og fé.

Á næstu dögum verða settar inn nýjar upplýsingar um hvernig notendur geta nálgast net-útgáfuna.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Halldór á netfangi aseba@aseba.net 


Nýjungar, breytingar og viðbætur

11.04.2015 11:35 - 133334 lestrar

Í mars 2015 áttu sér stað töluverðar breytingar hjá ASEBA, sem munu hafa áhrif á alla notendur á næstu mánuðum. Þessar breytingar eru nýr hugbúnaðar í stað ADM, ný fjölmenningarleg viðmið fyrir aldurinn 18-59 ára og viðbótar úrvinnsla við mat á stöðu fjölskyldu (MFAM).

Hugbúnaðurinn sem leysir ADM af hólmi gengur undir heitinu ASEBA-PC. ADM er búnaður sem vann á eldra forritunarmáli sem tímabært var að endurnýja vegna þróunar í hugbúnaði og forritun. Nýji búnaðurinn byggir á nýjum viðmiðum og DSM-5 og er einnig byggður upp á annan hátt varðandi innskráningu gagna. Með honum er einnig hægt að nýta rafræna útsendingu á matslistum. ASEBA hvetur notendur til að uppfæra hugbúnað og þar með viðmið sem notuð eru, og í því skyni verður nýji hugbúnaðurinn á sérstökum afsláttarkjörum út árið 2015.

Ný viðmið og viðbót í flokkun fyrir 18-59 ára. Í kjölfar rannsókna og gagna frá 29 þjóðlöndum hefur ASEBA nú gefið út viðbótarhandbók (multicultural supplement) fyrir 18-59 ára og niðurstöður þeirra rannsókna eru grunnur nýrra fjölmenningarlegra viðmiða í nýjum ASEBA-PC hugbúnaði. Að auki er bætt inn þáttum til samræmis við aðra aldurshópa (þættirnir OCP og SCT). Íslensk gögn eru þar á meðal eins og fyrir hina yngri aldurshópana 1-5 ára og 6-18 ára (ekki TRF).

Fjölskyldumiðuð nálgun (multicultural family assessment-MFAM). Nýjung í hugbúnaði gerir kleift að kalla fram samanburð milli fjölskyldumeðlima, para/hjóna og foreldra/barna, eftir því hve viðfangsefnið er hverju sinni. Hægt er að bera saman niðurstöður CBCL, YSR, TRF, ASR og ABCL út frá mismunandi viðmiðum ASEBA og DSM flokkunar. Á þennan hátt er t.d. hægt að meta og endurmeta framvindu einstakra fjölskyldumeðlima með íhlutun varir.

Á næstunni mun hér á síðunni birtast nánari ný verðskrá sem tekur mið af nýjum hugbúnaði og handbókum.


« fyrri síða | næsta síða »

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur